Tónlist

Föstudagsplaylisti GRÓU

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Spilagleði GRÓU leynir sér ekki.
Spilagleði GRÓU leynir sér ekki. aðsend
Pönksveitin GRÓA er skipuð hinum tæplega tvítugu Karólínu Einarsdóttur, Hrafnhildi Einarsdóttur og Fríðu Björgu Pétursdóttur.

Þrátt fyrir ungan aldur voru þær að gefa út sína aðra breiðskífu fyrir rúmum mánuði síðan, og ber hún titilinn Í glimmerheimi. Fyrri platan er samnefnd sveitinni og kom út fyrir rétt rúmu ári.

Tónlistin er gáskafull og kraftmikil, og nýtur sín einkar vel á tryllingslegum tónleikum sveitarinnar.

GRÓA er hluti listakollektívsins post-dreifingar, sem hefur staðið að baki útgáfna fjölda ungra listamanna undanfarin ár og vekur sífellt meiri eftirtekt.

Á laugardaginn spila þær á fjáröflunartónleikum fyrir flóttafólk á Íslandi á Kex Hostel, ásamt JóaPé og Króla, Korteri í flog og sideproject.



Fögur bjögun og taktfastur tryllingur einkenna lagalistann, sem inniheldur allt frá PC Music-tengdu rafmaníustjörnunni SOPHIE yfir í óhljóðarokk Sonic Youth.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×