Lífið

Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
William Lee veit gjörsamlega allt um Eurovision.
William Lee veit gjörsamlega allt um Eurovision.
Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi.William Lee er gestur dagsins í Júrógarðinum og fer hann um víðan völl í viðtalinu. Hann einfaldlega elskar atriði okkar Íslendinga.„Þegar ég hlustaði fyrst á lagið féll ég strax fyrir því,“ segir William Lee.„Það er bara eitthvað við þetta lag og það er einhvern veginn svo íslenskt. Þetta gæti bara komið frá nokkrum löndum. Þið ættuð að vera rosalega stolt af þessu atriði og það eru ekki mörg lönd sem eru nægilega hugrökk til að senda svona lag í keppnina. Þið eruð að kanna myrkrar hliðar í öllum okkar, svona kinkí hliðar.“Hann segir að Hatari geti farið alla leið.„Þeir þurfa bara að negla atriðið og þá geta þeir farið alla leið,“ segir William en viðtalið við hann var tekið fyrir keppnina í gær.Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.