Menning

Eina vitið að sniðganga Ísrael

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Íslandsstræti í Jerúsalem átti að vera heimildarmynd en eftir sex ára eyðimerkurgöngu og hafa ítrekað fengið synjun hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, gafst Hjálmtýr upp og ákvað að koma efninu frá sér á bók.
Íslandsstræti í Jerúsalem átti að vera heimildarmynd en eftir sex ára eyðimerkurgöngu og hafa ítrekað fengið synjun hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, gafst Hjálmtýr upp og ákvað að koma efninu frá sér á bók. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður segist upphaflega hafa hugsað nýútkomna bók sína, Íslandsstræti í Jerúsalem, sem heimildarmynd en eftir sex ára eyðimerkurgöngu og eftir að hafa ítrekað fengið synjun hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, „sem vill ekki snerta á þessu máli“, hafi hann gefist upp. „Ég hef náttúrulega eins og allir orðið vitni að því sem gengur á þarna og hvernig Ísraelsstjórn beitir sér með stuðningi Bandaríkjanna og það er ekkert lát á því,“ segir Hjálmtýr.

„Ég er búinn að fylgjast með þessu máli síðan 1975 og sem Íslendingur hefur maður heyrt af því að Íslendingar hafi átt einhvern hlut að máli þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu skiptinguna 1947.“ Hjálmtýr fer þó enn lengra aftur í tímann í bókinni og rekur sig frá Balfour-yfirlýsingunni 1917 og síðan áfram í gegnum blóðuga sögu átaka sem enn sér ekki fyrir endann á.

Biblían er ekki sagnfræði

„Ég fer síðan inn á hvernig Íslendingar áttu þátt í þessu og það er dálítið sérstakt vegna þess að Íslendingar, eins og yfirleitt fólk á Vesturlöndum, trúa þessum goðsögnum, þessum sögum um Móses og öllu því, sem eru í Biblíunni, um að þarna hafi verið ríki gyðinga. En Biblían er ekki sagnfræði.“

Hjálmtýr segir íslenska ráðamenn þessa tíma alla hafa trúað þessum biblíusögum og þannig fara stórkanónur fyrir Íslands hönd á þing Sameinuðu þjóðanna 1947 til að samþykkja tillöguna um að skipta Palestínu milli gyðinga og Palestínumanna, eða sem sagt heimamanna,“ segir Hjálmtýr og telur upp Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseta, Thor Thors, bróður hans Ólaf Thors og Hermann Jónasson.

Hataramenn eiga að vera á sviðinu í Tel Aviv 14. maí.RÚV

Íslandsstræti liggja víða

Hvað titil bókarinnar varðar segir Hjálmtýr f lesta vita um Íslandsstræti í Eistlandi og Íslandstorg í Lettlandi „og allt það en það eru voðalega fáir sem vita um Íslandsstræti í Jerúsalem sem er dálítið stór gata sem Ásgeir Ásgeirsson opnaði 1966 með pompi og prakt. Hjálmtýr segist í bókinni einnig leita lausna á deilunni og að allir hljóti að sjá að hin svokallaða tveggja ríkja lausn sé dauð.

„Það er mikið talað um Ísrael sem eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum en það er ekkert lýðræðisríki sem heldur milljónum manns föngnum réttindalausum. Alveg sama hvernig menn skreyta sig með kosningum, frjálsum fjölmiðlum og mörgum einkennum lýðræðisins,“ segir Hjálmtýr og bendir á lög frá 18. júlí í fyrra sem kveða á um að rétturinn til sjálfsákvörðunar í Ísrael er gyðinga einna.“



Sniðganga er eina vitið

Þú segist leita lausna í bókinni en varla hefurðu fundið leið til þess að leysa þennan blóðuga rembihnút? „Ég er að benda á að það getur aldrei orðið friður nema það verði fullkomin breyting á afstöðu Bandaríkjamanna og að fólkið í Ísrael hætti að styðja síonistana. Eina leiðin til þess að það geti gerst er þessi sniðgönguhreyfing sem er orðin nokkuð sterk,“ segir Hjálmtýr og vísar til þess að þannig hafi Frakkar gefist upp á að halda Alsír úti sem nýlendu og Suður-Afríka hafi fallið þegar umheimurinn sniðgekk hana á öllum sviðum; efnahagslega, menningarlega og í íþróttum.

Hjálmtýr segir þetta vitaskuld einnig eiga við um Eurovision og að bókin hans sýni svart á hvítu hvers vegna við eigum að sniðganga Eurovision í Ísrael. „Sniðganga er eina leiðin sem almenningur og þá fyrst og fremst á Vesturlöndum hefur. Ég sé þetta sem einu leiðina. Þetta er ekki ofbeldi, heldur eina leiðin sem ég og þú höfum til þess að leiða þetta til lykta með friðsamlegum hætti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×