Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í kvöld
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í kvöld Brunavarnir Austur-Húnvetninga

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós, skammt vestan við Húnaver.

Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu, staðfestir að slys hefði orðið og að vinna á slysavettvangi sé enn í gangi. Hann segir bifreið hafa oltið út af veginum neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku. Einn sé slasaður en ekki fást frekari upplýsingar.

Þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar og segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingarfulltrúi Landhelgisgæslunnar, að TF-LÍF hafi haldið norður rétt eftir klukkan tíu.

Uppfært klukkan 22:46
Þjóðveginum um Langadal hefur verið lokað að beiðni lögreglu og er hann lokaður um óákveðinn tíma vegna slyssins. Hjáleið er um Þverárfjallsveg á meðan lokunin varir, sem björgunarsveitir sjá um.

Uppfært klukkan 23:25
Aðgerðir standa enn yfir á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, segir aðstæður ágætar. Tíu stiga hiti, smá stekkingur og hálfskýjað. Hann segir aðstæður á veginum einnig góðar.

Uppfærð klukkan 23:40
Búið er að opna veginn aftur fyrir umferð. 

Slysið varð á þjóðveginum innst í Langadal, nærri Húnaveri
Sjúkrabílar og slökkvibíll frá Blönduósi. Myndin er úr safni Vísir/JóhannK


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.