Tónlist

Föstudagsplaylisti Ingibjargar Turchi

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Lagalisti þessa föstudags hentar í sumar aðstæður.
Lagalisti þessa föstudags hentar í sumar aðstæður. fbl/ernir

Ingibjörg Elsa Turchi er einn harðsvíraðasti bassafantur landsins og hefur farið um víðan völl á ferli sem er furðu langur miðað við aldur hennar.

Hún hefur jafnframt komið víða við á tónlistarrófinu, spilað indí-vögguvísur með Rökkurró, diskóslagara með Boogie Trouble og myndræna spunatónlist undir eigin nafni, svo örfá dæmi séu nefnd.

Árið 2017 kom út stuttskífa úr hennar smiðju sem nefnist Wood/Work, á vegum íslensku grasrótarútgáfunnar SMIT Records.

Lagalisti Ingibjargar er sólríkur og dansvænn og því tilvalinn förunautur inn í fyrstu sumarhelgi ársins.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.