Lífið

Jóhanna Guðrún frumsýnir bumbuna: „Hlökkum til að hitta litla prinsinn okkar í júní“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jóhanna Guðrún og Davíð á góðri stundu árið 2014.
Jóhanna Guðrún og Davíð á góðri stundu árið 2014. vísir/valli

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarkona birti í dag Facebook-færslu með mynd. Myndin er speglasjálfa af söngkonunni þar sem hún lyftir bol sínum svo að sjá má nokkuð myndarlega óléttubumbu.

Með myndinni skrifar söngkonan: „Þá er komið að fyrstu preggó myndinni. Hlökkum til að hitta litla prinsinn okkar í júní.“

Af þessu má ráða að Jóhanna er gengin að minnsta kosti sex mánuði á leið og því ekki seinna vænna en að deila einni splunkunýrri bumbumynd með aðdáendum sínum.

Eiginmaður Jóhönnu er tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson. Færslu söngkonunnar má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.