Marvel biðlar til almennings um að spilla ekki Avengers: Endgame Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 22:05 Þvottabjörninn Rocket er meðlimur Varða Vetrarbrautarinnar (e. Guardians of the Galaxy). Hann er meðal annarra hetja í eldlínunni í Avengers: Endgame. Disney/Marvel Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýjasta mynd kvikmyndafyrirtækisins Marvel um Hefnendurna (e. Avengers), Avengers: Endgame, var frumsýnd í kvikmyndahúsum heimsins fyrr í vikunni. Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt fyrir myndinni og gagnrýnendur hafa stráfallið fyrir henni. Í kjölfar frumsýningar á myndinni hefur Internetið vart talað um annað, en myndin hefur hlotið frábærar viðtökur hjá kvikmyndaáhugafólki. Þegar þetta er skrifað situr myndin í fimmta sæti á lista kvikmyndavefsíðunnar IMDb yfir bestu kvikmyndir sögunnar, ofar en myndir á borð við Schindler‘s List og Pulp Fiction. Vinsældir myndarinnar og eftirvænting fyrir henni hafa þó í för með sér fylgifisk sem þeir sem ekki hafa séð myndina en hugnast að gera svo myndu telja ansi hvimleiðan. Internetið er uppfullt af spennuspillum (e.spoilers) um myndina. Hrekkjalómar á alnetinu hafa tekið upp á því að troða slíkum spillum inn í ýmiskonar efni, tengt eða ótengt, myndinni. Þannig geta þeir upplýst um endalok myndarinnar og eyðilagt á augabragði fyrir internetnotendum sem eiga sér einskis ills von. Raunar hefur spennuspillingin gengið svo langt að aldrei hafa fleiri notast við hjálp leitarvéla á netinu til þess að reyna að fyrirbyggja að verða á barðinu fyrir spennuspillum. Þá hefur Marvel, fyrirtækið sem gefur út myndirnar, hrundið af stað herferð þar sem biðlað er til fólks um að spilla myndinni ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Opinber Twitter-aðgangur Avengers-myndanna tísti í gær myndbandi þar sem stjörnur myndarinnar biðja fólk vinsamlegast um að láta ógert að eyðileggja upplifun annarra með því að leysa frá skjóðunni um afdrif hetjanna vinsælu.Don’t do it. #DontSpoilTheEndgamepic.twitter.com/BoCzPHO4PJ — The Avengers (@Avengers) April 25, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Eyðilagði Avengers fyrir samstarfsfélögum sínum í fréttum vikunnar Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, fer yfir helstu fréttir vikunnar hjá 101 Radio. 26. apríl 2019 16:00