Föstudagsplaylisti Snorra Helgasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. apríl 2019 14:30 Snorri saumaði saman sumarlegan föstudagslagalista. Vísir/Vilhelm Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira