Helmingur Sónargesta í klandri vegna WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2019 13:39 Það verður öllu hljóðlátara í Hörpu dagana 25. til 27. apríl, dagana sem til stóð að tónlistarhátíðin Sónar færi fram. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Sónar áætla að fall WOW air hafi haft áhrif á ferðaáform annars hvers miðahafa. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur verið tekin ákvörðun um að blása Sónar af í ár og endurgreiða alla miða. Fá formleg svör fengust frá aðstandendum Sónar í gær en þeir birtu hins vegar yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar í dag. Þar segir að ekki aðeins hafi gjaldþrot flugfélagsins sett strik í reikninginn, heldur jafnframt að „gríðarlega viðkvæm“ staða sem uppi sé á Íslandi hafi ekki bætt úr skák. Það er þó ekki nánar útskýrt í yfirlýsingunni. Af þeim sökum segjast aðstandendurnir ekki geta tryggt gestum og listamönnum hátíðarinnar „sömu upplifun“ og þeir hafa geta gengið að á Sónar-hátíðum fyrri ára. Miðahafar hafi því fengið upplýsingar um hvernig þeir geta nálgast endurgreiðslu, auk þess sem þeir eru hvattir til að kynna sér réttindi sín vegna falls WOW air. Sónar Tengdar fréttir Hætt við að halda Sónar Reykjavík Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. 2. apríl 2019 16:15 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Sónar áætla að fall WOW air hafi haft áhrif á ferðaáform annars hvers miðahafa. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur verið tekin ákvörðun um að blása Sónar af í ár og endurgreiða alla miða. Fá formleg svör fengust frá aðstandendum Sónar í gær en þeir birtu hins vegar yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar í dag. Þar segir að ekki aðeins hafi gjaldþrot flugfélagsins sett strik í reikninginn, heldur jafnframt að „gríðarlega viðkvæm“ staða sem uppi sé á Íslandi hafi ekki bætt úr skák. Það er þó ekki nánar útskýrt í yfirlýsingunni. Af þeim sökum segjast aðstandendurnir ekki geta tryggt gestum og listamönnum hátíðarinnar „sömu upplifun“ og þeir hafa geta gengið að á Sónar-hátíðum fyrri ára. Miðahafar hafi því fengið upplýsingar um hvernig þeir geta nálgast endurgreiðslu, auk þess sem þeir eru hvattir til að kynna sér réttindi sín vegna falls WOW air.
Sónar Tengdar fréttir Hætt við að halda Sónar Reykjavík Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. 2. apríl 2019 16:15 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hætt við að halda Sónar Reykjavík Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. 2. apríl 2019 16:15