Innlent

Sátt við að launin hækki ekki að sinni

Sighvatur Jónsson skrifar
Anna María Einarsdóttir er háskólamenntuð og er sátt við að fólk með lægst laun fái launahækkanir eftir nýja kjarasamninga.
Anna María Einarsdóttir er háskólamenntuð og er sátt við að fólk með lægst laun fái launahækkanir eftir nýja kjarasamninga. Vísir/Friðrik Þór
Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni.

„Þetta er náttúrulega langt frá því sem lagt var af stað með en ég held að þetta sé í áttina. Það er fínt að fá styttri vinnutíma. En lægstu launin eru ennþá ansi lág,“ segir Anna María Einarsdóttir.

Anna María er háskólamenntuð og segist vera sátt við það að laun hennar hækki ekki að sinni. „Ég er á alveg nógu góðu kaupi.“

Kristberg Gunnarsson er ánægður með krónutöluhækkun kjarasamninga.Vísir/Friðrik Þór
Kristberg Gunnarsson segist vera í lægsta launaflokki. Hann er sáttur við nýjan kjarasamning. „Mér líst ágætlega á þetta. Mér finnst ágæt þessi 17.000 króna hækkun.“

Kristberg er á leigumarkaðnum. „Ég á ekki nægan pening til að leggja til hliðar.“ Hann segir að það væri yndislegt ef hann ætti peninga aflögu fyrir eigin íbúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×