Tónlist

Föstudagsplaylisti AAIIEENN

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hallmar við módúlustörf á Húrra.
Hallmar við módúlustörf á Húrra. Patrik Ontkovic

Hallmar Gauti Halldórsson gerir tilraunakennda og kalkúleraða raftónlist undir nafninu AAIIEENN, og vinnur hana mest megnis á modular hljóðgervla, eða módúlur.

Fyrsta plata hans, Spaces, kom út hjá jaðarútgáfunni FALK síðasta haust.

Lítið er um tónleikahald hjá Hallmari á næstunni en hann segir næstu tónleika sína vera á svokölluðu ættarmóti pönkara, Norðanpaunki, um verslunarmannahelgina.

Rætur Hallmars eru einmitt í pönkinu en hann hóf tónlistarferil sinn sem eins konar óhljóðamaskína í sveitinni Distill the World.

Lagalistinn er svolítið út um allar trissur að sögn Hallmars en það ætti ekki að koma að sök.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.