Bíó og sjónvarp

Winter og Reeves birtu óvænt myndband og tilkynna næstu kvikmynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex og Keanu mæta aftur.
Alex og Keanu mæta aftur.

Leikararnir Alex Winter og Keanu Reeves sendu frá sér myndband í gær þar sem þeir tilkynntu um þriðju Bill & Ted kvikmyndina sem kemur í kvikmyndahús í sumar.

Fyrsta myndin kom út árið 1989 og fjallaði hún um vinuna Bill og Ted sem voru á þeim tíma nokkuð ungir. Nýjasta myndin mun eðlilega fjalla um þá tvo sem miðaldra menn.

Mynd númer tvö í seríunni kom út árið 1991 en hér að neðan má sjá tilkynninguna frá þeim félögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.