Eyrún segir sig úr VG vegna breytinga á lögum um hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 12:42 Eyþrún er afar ósátt við fyrirhugaðar breytingar á lögum um hatursorðræðu. fbl/eyþór Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt. Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt.
Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45
Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00