Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 13:21 Þorbjörg Sigríður er dómsmálaráðherra Viðreisnar og Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira