Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 11:13 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. Vísir/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag. Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag.
Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42