Sport

ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor og Conor McGregor yngri.
Conor McGregor og Conor McGregor yngri. Getty/Kevin C. Cox
Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu.

McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur.  „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter.

Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir.

Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt.

Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast.

Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.





Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla.

Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur.

Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli.

Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí.

„Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan.







MMA

Tengdar fréttir

Conor McGregor handtekinn

Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt.

Conor McGregor hættur í MMA

Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×