Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor tapaði síðast í búrinu. vísir/getty Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White. MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White.
MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira