Sport

Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor fékk frábærar móttökur hjá stuðningsmönnum Boston Bruins.
Conor McGregor fékk frábærar móttökur hjá stuðningsmönnum Boston Bruins. AP/Michael Dwyer

Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston.

Írski bardagakappinn Conor McGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik Boston Bruins.

Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.Það vakti mikla athygli þegar Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.

Boston Bruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á Columbus Blue Jackets.

Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir Conor McGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.