Sport

Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor fékk frábærar móttökur hjá stuðningsmönnum Boston Bruins.
Conor McGregor fékk frábærar móttökur hjá stuðningsmönnum Boston Bruins. AP/Michael Dwyer
Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans ConorMcGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston.

Írski bardagakappinn ConorMcGregor hélt upp á dag heilags Patreks í Boston en kvöldið áður var hann heiðursgestur á heimaleik BostonBruins.

Conor mætti í klefann hjá Bruins-liðinu fyrir leik og peppaði heimamenn upp fyrir leikinn en McGregor sá einnig um upphafskastið í leiknum þegar hann lét pökkinn falla út á miðjum ís.





Það vakti mikla athygli þegar JoseMourinho, fyrrum stjóri ManchesterUnited, flaug á hausinn við svipað tækifæri í Rússlandi en Írinn stóð spakur og hélt fullkomnu jafnvægi ólíkt Portúgalanum.

BostonBruins liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en Conor náði greinilega að kveikja í mönnum því liðið vann þarna 2-1 sigur á ColumbusBlueJackets.

Conor skemmti sér greinilega konunglega á leiknum og áhorfendur voru líka mjög ánægðir með hann og létu vel í sér heyra honum til heiðurs.





Dagur heilags Patreks er hátíð haldin 17. mars til þess að minnast Heilags Patreks, eins af verndardýrlingum Írlands. Það eru sterk tengsl á milli Írlands og Boston og það var því vel við hæfi að bjóða Conor á svæðið.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu sérstaka kvöldi fyrir ConorMcGregor. Þar sést hann í klefanum fyrir leik, út á ísnum og svo sem áhorfandi. Conor krossbrá meira að segja einu sinni þegar pökkurinn skall í rúðunni fyrir framan hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×