Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:14 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. Vísir greindi frá því í morgun að Efling hefði látið gera einblöðunga þar sem þeim tilmælum var beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem hefst á miðnætti.Sjá nánar: Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn gangi í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Samtök atvinnulífsins og Efling eru ekki sammála um túlkun laga sem fjalla um hverjir megi ganga í störf í verkföllum. Þannig hefur það viðgengist að starfsmenn sem ekki eru í VR og Eflingu hafa gengið í störfin. Efling telur það vera verkfallsbrot. Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. Vísir greindi frá því í morgun að Efling hefði látið gera einblöðunga þar sem þeim tilmælum var beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem hefst á miðnætti.Sjá nánar: Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn gangi í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Samtök atvinnulífsins og Efling eru ekki sammála um túlkun laga sem fjalla um hverjir megi ganga í störf í verkföllum. Þannig hefur það viðgengist að starfsmenn sem ekki eru í VR og Eflingu hafa gengið í störfin. Efling telur það vera verkfallsbrot. Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00