Tónlist

Föstudagsplaylisti Skaða Þórðardóttur

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Skaði Þórðardóttir.
Skaði Þórðardóttir. Gustavo Marcelo Blanco

Fjöllistakonan Skaði Þórðardóttir setti saman æði fjölbreyttan föstudagslagalista fyrir Vísi. Allt frá iðnaðarrokki yfir í balkantónlist.

Í lok síðasta árs gaf jaðarútgáfan FALK út fyrstu plötu Skaða í fullri lengd, Jammið. Tónlistin er óskammfeilin raftónlistarsamsuða uppfull af kynusla, en Skaði flokkar hana sem „glittercore“.

Nýlega var Skaði svo með atriði í Söngvakeppninni ásamt Ella Grill og Glym, en þau fluttu lagið Jeijó, keyrum alla leið.

Á bak við listann er „ekkert þema, þannig séð,“ að sögn Skaða en listinn fer eins og áður segir um víðan völl. Það sem bindur hann kannski saman er að hann virðist nokkuð hástemmdur. Hávær og stoltur af því.

„Ég er á leiðinni í stutt tónleikaferðalag um Amsterdam og Berlín og svo er ég á fullu að semja nýtt efni sem kemur út í sumar,“ segir Skaði aðspurð að því hvað sé næst á dagskrá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.