Lífið

Hafnar því að sjálfsvíg hafi verið eina leiðin fyrir móður sína til að líða betur

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Sara segist ekki trúa því að sjálfsvíg hafi verið eina lausnin fyrir móður sína að líða betur.
Sara segist ekki trúa því að sjálfsvíg hafi verið eina lausnin fyrir móður sína að líða betur. Vísir
Sara Elísa Þórðardóttir, myndlistarkona, varaþingmaður og 4 barna móðir, missti móður sína úr sjálfsvígi þegar Sara var 23 ára gömul. Hún er meðal viðmælenda í nýrri þáttaröð Lóu Pind „Viltu í alvöru deyja?“ sem hefst á Stöð 2 á sunnudagskvöld.

Móðir Söru svipti sig lífi árið 2004. Sara segir það hafa legið í loftinu frá því mamma hennar dó að henni bæri að bera virðingu fyrir þessari ákvörðun móður sinnar.

En hún hafnar því og náði ekki frið í sálina fyrr en hún viðurkenndi það fyrir sjálfri sér á síðasta ári. Fjórtán árum síðar.

„Ég neita að líta svo á að þetta hafi verið eina lausnin fyrir hana til að líða betur.”

Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð.

Fyrsti þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?” er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:10 á morgun, sunnudag.

Þar er rætt við móður, systur og dóttur tveggja einstaklinga sem hafa svipt sig lífi. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.

Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:

Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn.



Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is.


Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is.



Klippa: Missti móður sína af völdum sjálfsvígs
 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×