Tónlist

Hera Björk lögð inn á spítala í gær en frumsýnir nú tónlistarmyndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hera og Pollox þurftu að ná tökunni í einu lagi.
Hera og Pollox þurftu að ná tökunni í einu lagi.

Hera Björk frumsýnir í dag myndbandið við Moving On en hún mun syngja lagið í úrslitum Söngvakeppninnar næstkomandi laugardag.

„Við erum mjög ánægð með útkomuna enda er Baldvin Z snillingur. Þetta er einfalt en samt svo mikil snilld,“ segir Hera Björk um útkomuna en sjálfur Baldvin Z leikstýrir  myndbandinu.

„Það þurfti að taka ansi margar tökur til að ná þessu í einni töku. Svona myndband sem er ein óslitin taka krefst meiri undirbúnings. Einnig þurfti Pollux vinur minn að vera í réttri stöðu í hvert sinn sem myndavélin beindist að honum,“ Segir Hera, en hundurinn Pollux leikur á móti henni í myndbandinu.

„Núna erum við með nóg að gera í vikunni sem ég vonandi næ að beita mér almennilega í en ég lá á spítala í gær með gallsteinakast svo ég þarf að fara varlega. En svona er show business það þarf að halda áfram.“

Hér að neðan má sjá myndbandið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.