Opnar sýningu um túristastrauminn til landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2019 17:30 Ragnheiður opnar sýninguna á laugardaginn. Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei. Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei.
Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira