Kristrún Antonsdóttir og stöllur hennar í Roma unnu 3-2 sigur á Orabica í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Ítalíu í dag. Þá töpuðu Eva Davíðsdóttir og Ajax frá Kaupmannahöfn gegn liði Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.
Kristrún var í byrjunarliði Roma en hún gekk til liðs við liðið síðastliðið sumar en Roma er í 4.sæti deildarinnar. Þær léku á útivelli gegn Orabica í dag og komust í 3-0. Orabica náði að minnka muninn í 3-2 en tókst ekki að jafna metin.
Þá beið Ajax Kaupmannahöfn lægri hlut í úrvalsdeild kvenna í handknattleik. Eva Davíðsdóttir leikur með Ajax og skoraði 1 mark í dag í 23-22 tapi. Ajax hefur gengið brösuglega í deildinni í vetur og er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.
Sigur hjá Kristrúnu og Roma

Mest lesið


Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn


Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn


Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti



