Umsvif RÚV stóra vandamálið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:00 Stjórnarformenn Torgs og Árvakurs vilja leyfa áfengisauglýsingar í fjölmiðum á Íslandi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira