Tónlist

Föstudagsplaylisti DVDJ NNS

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Kateřina Blahutová hefur búið hér í landi um nokkurt skeið.
Kateřina Blahutová hefur búið hér í landi um nokkurt skeið. Claire Paugam

Kateřina Blahutová sem yfirleitt er kölluð Katla, er plötu- og vídjósnúður frá Prag í Tékklandi, en hún hefur búið í Reykjavík um nokkurt skeið.

Hún smíðar myndefni samhliða því að þeyta skífum, hér má t.a.m. sjá „vörpun“ sem hún sneið að byggingunni Alžbětiny lázně, Elísabetarböðunum í Tékklandi.
Þar að auki gerir hún myndskeið fyrir tónleika hjá MSEA, SiGRÚN og Katarzia.

Hún heldur tónleikakvöldin Heyrðu hér á landi ásamt klúbbakvöldunum KSK í Prag. Þar að auki er hún hluti af Lunchmeat-hátíðinni sem einnig er haldin í Prag.

Hún segir DJ-sett sín „genre-fluid“, hún vilji halda andrúmsloftinu opnu og skuldbindi sig ekki við eina tónlistarstefnu, en þó má heyra skýran tón gegnumgangandi í lagalistanum hennar. Málmkenndur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann.

Katla lýsir listanum sjálf sem „stuttu ferðalagi um evrasísk klúbbadansgólf.“

Hún þeytir skífum á Bar Ananas á morgun og á döfinni hjá henni er m.a. að VJ-a fyrir SiGRÚN á Sónar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.