Sport

Katrínu Tönju spáð sigri á móti sem gefur sæti á heimsleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja
Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er mætt til Suður-Afríku þar sem í fyrsta sinn á þessu ári hún reynir sig við það að tryggja sig inn á heimsleikana í Madison í haust.

Katrín Tanja fékk Wild card boðsæti á „Fittest in Cape Town“ CrossFit mótið sem fer fram seinna í þessari viku en þetta er fjórða CrossFit mótið sem gefur einn farseðil á heimsleikana í CrossFit 2019.

Þrjár konur hafa þegar tryggt sig inn á heimsleikana. Samantha Briggs gerði það á CrossFit mótinu í Dúbaí í desember, Tia-Clair Toomey gerði það á í Miami um þar síðustu helgi og Madeline Sturt gerði það á ástralska CrossFit mótinu um helgina með því að ná öðru sætinu á eftir Samönthu Briggs.

Þetta eru fyrstu heimsleikarnir þar sem svæðakeppnin er ekki við lýði heldur fengu fimmtán CrossFit mót að taka að sér að vera undankeppni fyrir heimsleikana. Eitt sæti er í boði á heimsleikana á þeim öllum en eitt mótanna fer fram á Íslandi í maí.

Mótshaldarar á „Fittest in Cape Town“ CrossFit mótinu hafa verið að kynna stjörnur mótsins til leiks og þar á meðal þær fimm CrossFit konur sem eru líklegastar til afreka á mótinu.

Katrín Tanja er þar nefnd til leiks og gott betur því henni er spáð sigri á mótinu. Katrín Tanja mun því fá þarna frábært tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum fyrst íslenskra CrossFit keppenda.

Spáin er annars þannig:

1. Katrín Tanja Davíðsdóttir

2. Alessandra Pichelli

3. Mia Akerlund

4. Michelle Merand

5. Courtney Haley

6. Chelsea Hughes

7. Constanza Cabrera

8. Simone Arthur

9. Dina Swift

10. Lindsey Valenzuela

Hér fyrir neðan má sjá vísun í þessa fróðlegu grein á Instagram síðu mótsins.








Tengdar fréttir

Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust.

„Við munum sakna þín“

Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina.

Björgvin fékk silfur og Sara brons

Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×