Gagnrýndi lág fjárframlög til Samtakanna ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2019 16:07 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira