Chelsea hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Tottenham og mætir City í úrslitunum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2019 21:45 Hazard fagnar í kvöld. vísir/epa Chelsea er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir sigur gegn Tottenham í vítaspyrnukeppni er liðin mættust í síðari leik undanúrslitanna á Stamford Bridge í kvöld. Chelsea vann 2-1 sigur í leik liðanna í kvöld eftir að Tottenham hafði unnið fyrri leikinn 1-0. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem bæði Eric Dier og Lucas Moura klúðru sínum spyrnum. Það verða því Chelsea og Manchester City sem mætast í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fer fram á Wembley 24. febrúar en City stóð uppi sem sigurvegari í þessari sömu keppni í fyrra. Chelsea komst yfir með marki á 27. mínútu en markið kom úr nokkuð óvæntri átt. N'Golo Kante skaut að marki Tottenham rétt fyrir utan vítateiginn sem virtist vera auðvelt skot fyrir Paolo Gazzaniga. Það reyndist svo ekki auðvelt fyrir Gazzaniga því boltinn fór í gegnum klofið á honum og inn. Afar klaufalegt. Ellefu mínútum síðar var Chelsea búið að tvöfalda forystuna. Fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta endaði hjá Belganum Eden Hazard sem gerði enginn mistök og tvöfaldaði forystuna fyrir Chelsea. 2-0 fyrir Chelsea í hálfleik en samanlagt 2-1 í einvíginu. Það voru ekki liðnar nema sex mínútur er Tottenham minnkaði muninn í leik kvöldsins og jafnaði metin í einvíginu samanlagt. Danny Rose kom með frábæra sendingu fyrir markið og Fernando Llorente var öflugur i teignum og stangaði boltann í netið. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu en stærsta tækifærið fékk Oliver Giroud í uppbótartíma er skalli hans úr dauðafæri fór framhjá markinu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fyrstu fjögur vítin fóru í netið áður en Eric Dier skaut boltanum langt yfir markið. Jorginho skoraði úr næsta víti Chelsea en aftur klúðraði Tottenham er Kepa varði frá Lucas Moura. David Luiz tryggði svo Chelsea sæti í úrslitaleiknum.Vítaspyrnukeppnin í heild sinni: Christian Eriksen skorar fyrir Tottenham (1-0) Willian skorar fyrir Chelsea (1-1) Erik Lamela skorar fyrir Tottenham (2-1) Cezar Azpilicueta skorar fyrir Chelsea (2-2) Eric Dier skýtur yfir (2-2) Jorginho skorar fyrir Chelsea (2-3) Kepa ver frá Lucas Moura (2-3) David Luiz skorar fyrir Chelsea (2-4)8 – Chelsea have reached the League Cup final for the eighth time; the joint-most final appearances by a London club in the competition (also Spurs and Arsenal). Habit.— OptaJoe (@OptaJoe) January 24, 2019 Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Chelsea er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir sigur gegn Tottenham í vítaspyrnukeppni er liðin mættust í síðari leik undanúrslitanna á Stamford Bridge í kvöld. Chelsea vann 2-1 sigur í leik liðanna í kvöld eftir að Tottenham hafði unnið fyrri leikinn 1-0. Því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem bæði Eric Dier og Lucas Moura klúðru sínum spyrnum. Það verða því Chelsea og Manchester City sem mætast í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fer fram á Wembley 24. febrúar en City stóð uppi sem sigurvegari í þessari sömu keppni í fyrra. Chelsea komst yfir með marki á 27. mínútu en markið kom úr nokkuð óvæntri átt. N'Golo Kante skaut að marki Tottenham rétt fyrir utan vítateiginn sem virtist vera auðvelt skot fyrir Paolo Gazzaniga. Það reyndist svo ekki auðvelt fyrir Gazzaniga því boltinn fór í gegnum klofið á honum og inn. Afar klaufalegt. Ellefu mínútum síðar var Chelsea búið að tvöfalda forystuna. Fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta endaði hjá Belganum Eden Hazard sem gerði enginn mistök og tvöfaldaði forystuna fyrir Chelsea. 2-0 fyrir Chelsea í hálfleik en samanlagt 2-1 í einvíginu. Það voru ekki liðnar nema sex mínútur er Tottenham minnkaði muninn í leik kvöldsins og jafnaði metin í einvíginu samanlagt. Danny Rose kom með frábæra sendingu fyrir markið og Fernando Llorente var öflugur i teignum og stangaði boltann í netið. Bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í einvíginu en stærsta tækifærið fékk Oliver Giroud í uppbótartíma er skalli hans úr dauðafæri fór framhjá markinu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fyrstu fjögur vítin fóru í netið áður en Eric Dier skaut boltanum langt yfir markið. Jorginho skoraði úr næsta víti Chelsea en aftur klúðraði Tottenham er Kepa varði frá Lucas Moura. David Luiz tryggði svo Chelsea sæti í úrslitaleiknum.Vítaspyrnukeppnin í heild sinni: Christian Eriksen skorar fyrir Tottenham (1-0) Willian skorar fyrir Chelsea (1-1) Erik Lamela skorar fyrir Tottenham (2-1) Cezar Azpilicueta skorar fyrir Chelsea (2-2) Eric Dier skýtur yfir (2-2) Jorginho skorar fyrir Chelsea (2-3) Kepa ver frá Lucas Moura (2-3) David Luiz skorar fyrir Chelsea (2-4)8 – Chelsea have reached the League Cup final for the eighth time; the joint-most final appearances by a London club in the competition (also Spurs and Arsenal). Habit.— OptaJoe (@OptaJoe) January 24, 2019
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira