Lífið

Máttu ekki segja nei við neinu í heilan sólarhring

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dolan tvíburarnir vinsælir á netinu.
Dolan tvíburarnir vinsælir á netinu.

Ethan og Grayson Dolan eru tvíburar sem vöktu fyrst athygli árið 2013 á samfélagsmiðlinum Vine.

Nú hafa þeir fært sig yfir á YouTube og eiga þeir vinsælasta myndbandið þar um þessar mundir.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið yfir fjórum milljón sinnum og það kom út í gær.

Ástæðan fyrir vinsældum þess er að það er nokkuð skemmtilegt. Í heilan sólarhring máttu þeir aldrei segja nei við neinu sem bróðir þeirra bað þá um að gera.

Þetta var allt saman tekið upp og útkomuna má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.