Lífið

Klara úr Nylon með magnaða ábreiðu af laginu Farinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Klara Ósk er frábær söngkona.
Klara Ósk er frábær söngkona.

Söngkonan Klara Ósk Elíasdóttir sem margir þekkja úr stúlknasveitinni Nylon mætti í þátt Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni þann 4. janúar í síðustu viku og ræddi við þáttastjórnandann ásamt Einari Bárðasyni.

Einar hyggst gefa út plötu á næstunni þar sem hann gefur út nýjar útgáfur af helstu perlum hans sem lagahöfundar.

Klara syngur lagið Farinn á plötunni sem var frumflutt í þættinum. Útgáfa Skítamórals heitir Farin en þá er sungið til kvenmanns. Klara syngur til karlmanns og því heitir hennar útgáfa Farinn.

Hér að neðan má heyra útgáfu Klöru Ósk sem verður að teljast algjörlega frábær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.