Tónlist

Föstudagsplaylisti Indriða

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hér má sjá Indriða í skinninu.
Hér má sjá Indriða í skinninu. Aðsend mynd

Indriði Arnar Ingólfsson sem hóf tónlistarferil sinn í jarðkjarnasveitinni Muck gerir nú allt frá afslöppuðu indí-glamri til tryllingslegrar teknótónlistar, allt undir sínu eigin nafni. Meira er þó um hið fyrrnefnda og hefur hann einhvern tímann verið kallaður „hinn íslenski Kurt Vile“ í því samhengi, nokkuð réttilega.

Í maí á síðasta ári kom út önnur sólóplata hans í fullri lengd, ding ding, hjá plötuútgáfunni figureight. Árið áður kom sú fyrsta, makril, út.

Indriði er myndlistarmenntaður og sinnir myndlistinni samhliða tónlistarsköpun sinni.

Á árinu eru væntanlegar bæði útgáfur og tónleikaferðalög hjá Idda en von er á tilkynningu frá honum eftir helgi þess varðandi. 

Indriði segir lagalistann fjölbreyttan og að hann sé „fyrir öll tilefni, samgöngur, fermingar, sánu eða eftirpartý!“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.