Bjarni og Guðlaugur ræða sendiherrakapal á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 13:49 Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu á barnum Klaustri í desember á síðasta ári. Fundurinn hefst klukkan 10.30 á morgun og er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir en fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10. Tilefni fundarsins er umræða um mögulega skipan Gunnars Braga Sveinssonar, þingmann Miðflokksins, í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Sagðist Gunnar Bragi hafa fundað með Bjarna vegna málsins.Eftir að upptökurnar voru gerðar aðgengilegar sagði Gunnar Bragi að ekkert væri til í þessari frásögn. Síðar var þó staðfest að Bjarni og Guðlaugur Þór hafi fundað með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi. Bjarni lét þó hafa eftir sér að hann liti ekki svo á að Sjálfstæðisflokkurinn væri í skuld vegna skipans Geirs H. Haarde sem sendiherra.Til stóð að ræða málið á opnum fundi nefndarinnar fyrir jól en ekkert varð af þeim fundi. Auk Bjarna og Guðlaugs voru Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi boðaðir á þann fund en þeir svöruðu ekki fundarboðum nefndarinnar.Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Fundinum verðus streymt hér á Vísi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu á barnum Klaustri í desember á síðasta ári. Fundurinn hefst klukkan 10.30 á morgun og er opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir en fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10. Tilefni fundarsins er umræða um mögulega skipan Gunnars Braga Sveinssonar, þingmann Miðflokksins, í embætti sendiherra en í hinum frægu Klausturupptökum heyrist hann lýsa því að Bjarni og Guðlaugur Þór þurfi að ganga frá skipan hans í sendiherraembætti. Hann eigi inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra á Washington. Sagðist Gunnar Bragi hafa fundað með Bjarna vegna málsins.Eftir að upptökurnar voru gerðar aðgengilegar sagði Gunnar Bragi að ekkert væri til í þessari frásögn. Síðar var þó staðfest að Bjarni og Guðlaugur Þór hafi fundað með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi. Bjarni lét þó hafa eftir sér að hann liti ekki svo á að Sjálfstæðisflokkurinn væri í skuld vegna skipans Geirs H. Haarde sem sendiherra.Til stóð að ræða málið á opnum fundi nefndarinnar fyrir jól en ekkert varð af þeim fundi. Auk Bjarna og Guðlaugs voru Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi boðaðir á þann fund en þeir svöruðu ekki fundarboðum nefndarinnar.Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. Fundinum verðus streymt hér á Vísi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. 5. desember 2018 15:11
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Bjarni og Guðlaugur Þór funduðu með Sigmundi vegna áhuga Gunnars Braga á að starfa á erlendum vettvangi Fundurinn var haldinn að frumkvæði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 4. desember 2018 18:54