Reykjavíkurdætur vinna til alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 15:45 Þura Stína og Reykjavíkurdætur gríðarlega sáttar við verðlaunin. Hér má sjá mynd af þeim þegar þær tóku við viðurkenningunni. „Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“ Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira