Tónlist

Föstudagsplaylisti Special-K

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Skiptu í kósýgírinn með Katrínu Helgu.
Skiptu í kósýgírinn með Katrínu Helgu. Kristlín Dís

Reykjavíkurdóttirin og myndlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir, sem gengur einnig undir nafninu Special-K, er lagavaldur föstudagslistans að þessu sinni.

Sveimandi sólótónlist hennar sem Special-K er mun rólegri að yfirbragði en hart hip-hop Reykjavíkurdætra, og líkist mun frekar draumapoppinu sem einkenndi eldra verkefni hennar, Krika. Auk þessa er hún hluti af tónleikasveit tónlistarkonunnar Sóleyjar, og spilar þar á hljómborð ásamt því að vera bakraddarsöngkona.

Nýverið kom út kassettan I Thought I’d Be More Famous by Now í takmörkuðu upplagi hjá japönsku fyrirtæki, en internetútgáfa plötunnar, þar sem myndband fylgir hverju lagi, birtist 27. janúar næstkomandi.

Special-K spilar svo í lok janúar í London, tekur tónleikaferðalag um Japan í mars og spilar á SPOT-hátíðinni í Danmörku í maí. Þar að auki eru Reykjavíkurdætur á leið út til Hollands að spila á Eurosonic-hátíðinni í janúar þar sem þær taka einnig á móti MME-verðlaununum sem þær unnu nýverið.

Varðandi lagavalið segir Katrín listann engan partýplaylista, þetta sé frekar „svona fyrir þá sem eru heima í kósýgír.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.