Meistararnir lögðu grunninn að nýju Öskubuskuævintýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. janúar 2019 09:30 Kraftaverkamaður. Foles hleypur hér af velli eftir leik í nótt. Hann fékk eina milljón dollara í bónus fyrir sigurinn. vísir/getty Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia NFL Ofurskálin Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia
NFL Ofurskálin Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira