Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst í kvöld tilkynning um logandi bíl við hús í Mosfellsbæ. Óttast var að eldurinn gæti teygt sig í húsið sem bíllinn stóð við og því fóru slökkviliðsmenn á tveimur slökkviliðsbílum á vettvang.
Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang kom þó í ljós að engin slík hætta var til staðar og var seinni bíllinn afturkallaður. Samkvæmt slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn.
