Lífið

„Eru þeir að ráðast á Íslendinga með því að kalla brúðkaup aldarinnar brauðkaup?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill Einarsson starfar við það að koma Íslendingum í gott form. Brauð er ekki lausnin að hans mati.
Egill Einarsson starfar við það að koma Íslendingum í gott form. Brauð er ekki lausnin að hans mati.
„Nú er janúar og það er talað um brúðkaup ársins sem brauðkaup. Er þetta keypt auglýsing eða hvað er að frétta þarna?“ spyr einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson um stóra brauðkaup aldarinnar málið.

Í morgun birtist frétt á forsíðu Fréttablaðsins með fyrirsögninni Gylfi Þór og Alexandra undirbúa brauðkaup aldarinnar. Í fréttinni er greint frá því að Alexandra sé stödd á Ítalíu að undirbúa brúðkaup hennar og landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar næsta sumar. Þarna er greinilega um innsláttarvillu að ræða, eða hvað?

„Heilsujanúar er varla farinn af stað og Fréttablaðið kallar brúðkaup aldarinnar brauðkaup? Og annar hver Íslendingur á ketó núna. Er Fréttablaðið þá á móti ketó? Hefur Fréttablaðið eitthvað á móti því að þjóðin bæti heilsu sína?“

Svona leit fréttin út í blaðinu í dag.
Egill heldur áfram og spyr sig hvaða áhrif þetta hafi fyrir þá ótal ungu aðdáendur sem Gylfi á hér á landi.

„Þarna er talað um brúðkaup ársins sem brauðkaup, maður veltir því fyrir sér hvaða áhrif þetta mun hafa á ungu kynslóðina, þegar margir eru að reyna vinna í heilsunni.“

„Er kannski blaðamaðurinn hluthafi í Bakarameistaranum? Ég ætla ekki að fullyrða það en maður spyr sig. Ég mæli persónulega með því að fólk fari í betri kolvetni en brauðið. Fólk á frekar að fá kolvetnin úr grænmetinu en brauðinu.“

Íslendingar eru margir hverjir á ketó-matarræði um þessar mundir og þá má ekki borða nein kolvetni. Brauð er því helsti óvinurinn í þeim málum.

„Ketó er mjög vinsælt sem er í rauninni mjög jákvætt þar sem það er frekar góður lífstíll. Brauð er óvinur ketó, eru þeir að ráðast á Íslendinga með því að kalla brúðkaup aldarinnar brauðkaup?“

Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og má sjá nokkrar vel valdar færslur hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×