Fótbolti

Guðlaugur Victor farinn til Þýskalands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðlaugur Victor mættur í búning Darmstadt.
Guðlaugur Victor mættur í búning Darmstadt. mynd/darmstadt

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson samdi í morgun við þýska félagið Darmstadt 98. Hann samdi við félagið fram á sumar 2022.

Guðlaugur Victor kemur til félagsins frá svissneska félaginu FC Zürich þar sem hann hefur staðið sig vel og verið fyrirliði liðsins.Það er líklega óhætt að kalla leikmanninn farandfótboltamann enda er hann látlaust á faraldsfæti. Þetta er níunda félagið sem hann spilar fyrir erlendis en Guðlaugur er þó aðeins 27 ára gamall.

Ferill Guðlaugs Victors:

2010-11: Liverpool (lánaður til Dagenham og Redbridge)
2011-12: Hibernian
2012: New York Red Bulls
2012: NEC (lán)
2013-14: NEC
2014-15: Helsingsborgs
2015-17: Esbjerg
2017-19: FC Zürich
2019-??: Darmstadt 98Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.