Tónlist

Einvalalið tónlistarkvenna stígur á svið á tónleikum UN Women

Andri Eysteinsson skrifar
Sírenur á Hard Rock annað kvöld.
Sírenur á Hard Rock annað kvöld. Ungmennaráð UN Women
Ungmennaráð UN Women stendur á morgun fyrir stórtónleikunum Sírenur í kjallara Hard Rock í Lækjargötu.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og munu tónleikagestir geta hlýtt á ljúfa tóna frá einvalaliði íslenskra tónlistarkvenna. Nokkrar af vinsælustu tónlistarkonum landsins munu stíga á svið og ber þar að nefna Bríeti, GDRN, Sölku Sól og Elísabetu Ormslev.

Þá munu Una Torfadóttir, Una Schram, Matthildur, GRÓA og hljómsveitin Ólafur Kram einnig koma fram á tónleikunum.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til málefna UN Women.

Þá mættu þær Una Schram og formaður Ungmennaráðs UN Women, Sigríður Þóra Þórðardóttir, í útvarpsþáttinn Tala Saman á 101 Radio þar sem þær ræddu tónleikana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×