Erlent

Flytja lofts­lags­ráð­stefnuna frá Santíagó til Madrídar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Madríd.
Frá Madríd. Getty
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP25) mun fara fram í spænsku höfuðborginni Madríd í desember. Frá þessu er greint á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna í dag.

Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Santíagó, höfuðborg Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar.

Ráðstefnan fer fram dagana 2. til 13. desember.

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ætlaði að sækja ráðstefnuna en hún er sú stödd vestanhafs. Á Twitter-síðu sinni biður hún um aðstoð. „Það kemur í ljós að ég hef ferðast hálfa leið í kringum hnöttinn, í vitlausa átt:) Nú þar ég að finna leið til að komast yfir Atlantshaf í nóvember,“ segir Thunberg, en hún neitar að ferðast um í flugvélum vegna mengunar þeirra.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.