Bíó og sjónvarp

Yfir fimm þúsund bíógestir hafa séð Agnes Joy

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kvikmyndin Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttir er í 2.sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa hér á landi.
Kvikmyndin Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttir er í 2.sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa hér á landi.
3,273 sáu kvikmyndina Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttir í þessari viku og var hún í öðru sæti aðsóknarlistans, dagana 21. til 27. október. Alls hefur myndin fengið 5.403 gesti eftir aðra sýningarhelgi, samkvæmt kvikmyndavefnum Klapptrré.

1.018 sáu Þorsta sem er ný í sýningu og hafa alls 1.618 gestir séð myndina ef talin er með frumsýningin. 916 sáu Goðheimar (Valhalla) í vikunni og er því heildarfjöldi gesta á myndinna kominn í 3.927. Tæplega 11 þúsund bíógestir hafa séð kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. 190 sáu myndina í vikunni og er því heildaraðsóknin orðin 10.947.


Tengdar fréttir

Frumsýning fyrstu íslensku gay vampírumyndarinnar

Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska "gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×