FA og VR/LÍV undirrita kjarasamning Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 15:21 Frá undirskriftinni. Félag atvinnurekenda Félag atvinnurekenda hefur undirritað kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. SÍ tilkynningu á vef FA segir að hann verði kynntur á félagsfundi næstkomandi miðvikudag. Svo verði hann lagður fyrir stjórn FA til staðfestingar á fimmtudaginn.Engin ákvæði eru um prósentuhækkanir í samningnum.2019: Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.2020: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.2021: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.2022: Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar. Í samningnum má einnig finna tengingu við hagvaxtastigið í landinu. Þannig myndu laun hækka ef landsframleiðsla eykst umfram tiltekin mörk. Þar að auki snýr samningurinn að launaþróunartryggingu á taxtalaun. Samkvæmt FA er markmiðið að tryggja að félagsmenn sem taki laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði. Orlofsuppbót mun hækka árlega um þúsund krónur og auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. „Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur. Jafnframt er gert ráð fyrir að orlofsuppbótin, sem samkvæmt samningi VR/LÍV og FA á að greiðast 1. júní, verði á þessu ári greidd ekki síðar en 2. maí,“ segir á vef FA. Þar segir einnig að ákvæði sé í samningnum um að vinnuvikan styttist um 45 mínútur. Virkur vinnutími fari úr 36 klst og 15 mín í 35 klst og 30 mín. Sú stytting kemur til framkvæmda um áramót og þarf að útfæra hana sérstaklega á hverjum vinnustað. „Eftir sem áður er talsverður munur á heildarkjarasamningi FA og VR/LÍV og samningi sömu aðila við SA. Samningur FA er opnari og sveigjanlegri og má nefna að skilgreining dagvinnutímabils er mun rýmri en í samningi VR/LÍV og SA. Þannig má vinna umsaminn hámarksdagvinnutíma samkvæmt samningnum hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19, en þrengri skilgreiningar eru í samningum SA.“ Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur undirritað kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. SÍ tilkynningu á vef FA segir að hann verði kynntur á félagsfundi næstkomandi miðvikudag. Svo verði hann lagður fyrir stjórn FA til staðfestingar á fimmtudaginn.Engin ákvæði eru um prósentuhækkanir í samningnum.2019: Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.2020: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.2021: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.2022: Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar. Í samningnum má einnig finna tengingu við hagvaxtastigið í landinu. Þannig myndu laun hækka ef landsframleiðsla eykst umfram tiltekin mörk. Þar að auki snýr samningurinn að launaþróunartryggingu á taxtalaun. Samkvæmt FA er markmiðið að tryggja að félagsmenn sem taki laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði. Orlofsuppbót mun hækka árlega um þúsund krónur og auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. „Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur. Jafnframt er gert ráð fyrir að orlofsuppbótin, sem samkvæmt samningi VR/LÍV og FA á að greiðast 1. júní, verði á þessu ári greidd ekki síðar en 2. maí,“ segir á vef FA. Þar segir einnig að ákvæði sé í samningnum um að vinnuvikan styttist um 45 mínútur. Virkur vinnutími fari úr 36 klst og 15 mín í 35 klst og 30 mín. Sú stytting kemur til framkvæmda um áramót og þarf að útfæra hana sérstaklega á hverjum vinnustað. „Eftir sem áður er talsverður munur á heildarkjarasamningi FA og VR/LÍV og samningi sömu aðila við SA. Samningur FA er opnari og sveigjanlegri og má nefna að skilgreining dagvinnutímabils er mun rýmri en í samningi VR/LÍV og SA. Þannig má vinna umsaminn hámarksdagvinnutíma samkvæmt samningnum hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19, en þrengri skilgreiningar eru í samningum SA.“
Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira