Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:30 Mack Horton steig aldrei upp á verðlaunapallinn með þeim Sun Yang og Gabriele Detti. Getty/Maddie Meyer Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti. Ástralía Sund Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira
Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti.
Ástralía Sund Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira