Næsta Bond-mynd komin með vinnuheiti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:00 Daniel Craig hefur á undanförnum árum farið með hlutverk hins heillandi njósnara með leyfi til þess að drepa. VCG/Getty Búið er að uppljóstra um vinnuheiti nýjustu kvikmyndarinnar um breska njósnarann James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og fyrirhugað er að tökur á myndinni hefjist 6. apríl næstkomandi. Samkvæmt frétt Guardian hefur lengi verið orðrómur á sveimi um að Shatterhand væri meðal þeirra nafna sem kæmu til greina á nýjustu myndina um njósnarann og virðist sá orðrómur nú vera staðfestur. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvenær myndin kemur út en á dögunum var tilkynnt að frumsýningu henni hafi verið frestað fram í apríl næsta árs þar sem endurskrifa hafi þurft hluta handritsins. Danny Boyle, upprunalegur leikstjóri myndarinnar, sneri baki við framleiðslu á myndinni í ágúst 2018 vegna „listræns ágreinings“ við framleiðendur myndarinnar. Síðan þá hafa framleiðendur fengið uppköst að handriti frá nokkrum handritshöfundum en nú hefur verið ákveðið að Scott Z. Burns, sem þekktur er fyrir handritið að kvikmyndinni Bourne Ultimatum, skrifi handritið að myndinni, sem eins og áður segir ber heitið Shatterhand, í það minnsta tímabundið. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Búið er að uppljóstra um vinnuheiti nýjustu kvikmyndarinnar um breska njósnarann James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og fyrirhugað er að tökur á myndinni hefjist 6. apríl næstkomandi. Samkvæmt frétt Guardian hefur lengi verið orðrómur á sveimi um að Shatterhand væri meðal þeirra nafna sem kæmu til greina á nýjustu myndina um njósnarann og virðist sá orðrómur nú vera staðfestur. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvenær myndin kemur út en á dögunum var tilkynnt að frumsýningu henni hafi verið frestað fram í apríl næsta árs þar sem endurskrifa hafi þurft hluta handritsins. Danny Boyle, upprunalegur leikstjóri myndarinnar, sneri baki við framleiðslu á myndinni í ágúst 2018 vegna „listræns ágreinings“ við framleiðendur myndarinnar. Síðan þá hafa framleiðendur fengið uppköst að handriti frá nokkrum handritshöfundum en nú hefur verið ákveðið að Scott Z. Burns, sem þekktur er fyrir handritið að kvikmyndinni Bourne Ultimatum, skrifi handritið að myndinni, sem eins og áður segir ber heitið Shatterhand, í það minnsta tímabundið.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira