Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2019 19:27 Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. Vísir/Vilhelm Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“ Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“
Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15