Það vakti nokkra athygli í sumar þegar Adama Traore, leikmaður Mónakó, skoraði fyrir Malí en fór síðan af velli fyrir Adama Traore, leikmann Metz, sem skoraði líka í leiknum.
Nú hefur Adama Traore, leikmaður Wolves, valið það að spila fyrir landslið Malí. Það gæti því orðið einn allsherjar Adama Traore ruglingur í næsta leik.
Hinir tveir eru báðir fæddir árið 1995 og eru nú báðir að spila hjá Metz því Mónakó lánaði Metz liðinu sinn Adama Traore fyrir þetta tímabil.
Mali can now field three Adama Traores in their starting XI pic.twitter.com/HMMDMN0ne7
— ESPN FC (@ESPNFC) November 7, 2019
Hinn 23 ára gamli Adama Traore hefur spilað mjög vel með Úlfunum á þessu tímabili sem er hans besta í ensku úrvalsdeildinni.
Adama Traore er hins vegar fæddur í Katalóníu og kom upp í gegnum unglingaakademíu Barcelona. Hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Spánar en ætlar nú að verða A-landsliðsmaður Malí. Adama Traore lék síðast fyrir 21 árs landslið Spánar árið 2018.
Last June, Monaco’s Adama Traore scored for Mali
He was replaced by Metz’s Adama Traore, who also scored
Now Wolves’ Adama Traore has declared for Mali, meaning Adama Traore, Adama Traore & Adama Traore all play for the same international team https://t.co/j2hS2TWgZH
— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 8, 2019
Adama Traore fór frá Barcelona árið 2015 og gekk þá til liðs við Aston Villa. Hann spilaði síðan í tvö ár með Middlesbrough áður en Wolverhampton Wanderers keypti hann í ágúst 2018.
Adama Traore hefur skorað tvívegis fyrir Úlfana í ensku úrvalsdeildinni í vetur sem er tvöfalt meira en hann skoraði allt síðasta tímabil.
Nú ætlar hann að hjálpa landsliði Malí að vinna sér sæti í Afríkukeppni landsliða 2021 og á HM í Katar 2022.