Fljótasti maður heims í vandræðum ári fyrir Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Christian Coleman. Getty/Lachlan Cunningham Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Sjá meira