Landsliðsfólk þarf að borga fyrir að vera valið í landsliðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. júní 2019 09:30 Blaklandslið Íslands þurfti að standa straum af kostnaði að hluta sjálft til að komast á Smáþjóðaleikana. Mynd/ÍSÍ „Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“ Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
„Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“
Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira