Enski boltinn

City hyggst reisa nýjan leikvang við hliðina á Etihad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Etihad, heimavöllur Manchester City.
Etihad, heimavöllur Manchester City. vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City ætla að byggja nýjan leikvang við hliðina á Etihad, heimavelli liðsins.Nýi leikvangurinn á að taka 21.000 manns í sæti. Hann verður ætlaður fyrir tónleika, NBA-leiki og UFC-bardagakvöld.City freistar þess nú að fá leyfi fyrir framkvæmdunum. Talið er að það taki um þrjú ár að byggja leikvanginn og kostnaðurinn hlaupi á 300 milljónum punda.City er með eina glæsilegustu aðstöðu í heimi og eigendur félagsins vilja bæta enn frekar í. Til að mynda eru 5000 íbúðir, sem verða á viðráðanlegu verði, á teikniborðinu á City-svæðinu.Etihad tekur um 55.000 manns í sæti. City flutti þaðan árið 2003 frá Maine Road sem var heimavöllur liðsins í 90 ár.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

„Ég sekta bara fyrir heimskulega hluti“

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann muni ekki refsa hinum unga Phil Foden eftir að hann fékk rautt spjald í 5-1 sigri Man. City á Atalanta í Meistaradeildinni í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.